Hvað borðar barnið þitt?
Fyrirlesturinn „Mataræði barna og unglinga á grunnskólaaldri” verður haldinn í sal Myllubakkaskóla þriðjudaginn 13. maí n.k. kl. 20:00. Þar mun Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi hjá HSS fjalla um næringarþarfir barna og unglinga og þau vandamál sem tengjast mat og næringu, s.s. offitu, átraskanir, sykurneyslu, matvendni og einhæft fæðuval.Fyrirlesturinn er í boði FFGÍR, (foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ) og eru allir hjartanlega velkomnir.