Hvað á barnið að heita?
Nokkur eftirvænting var um nafn á sameinað félag Flugmálastjórnar og Flugstöðvarinnar sem stofnað var í dag.
Efnt var til hugmyndasamkeppni um nafn og bárust alls 63 tillögur. Þegar valnefnd hafði farið yfir tillögurnar og velt fyrir sér, vegið og metið kosti og galla frá bæði faglegum og fagurfræðilegum sjónarmiðum, fékkst niðurstaða í málið.
Barnið skal heita… Keflavíkurflugvöllur ohf.
Fimm þátttakendur sendu inn þá tillögu og mætti túlka það sem svo að það sé svo gott nafn að fimm mismunandi aðilar fundu upp á því.
Önnur túlkun gæti verið sú að þarna hafi örugga leiðin verið farin. Nafnið segir allt sem segja þarf um starfsemi félagsins, sérstaklega staðsetningu, og óþarfi að flækja málið.