Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsvörðurinn hlaut Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs
Mánudagur 14. júní 2010 kl. 08:29

Húsvörðurinn hlaut Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs


Stefán Jónsson, húsvörður í Myllubakkaskóla, hlaut Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar sem voru afhent á föstudaginn með viðhöfn í Duushúsum.

Helena Ósk Jónsdóttir  í Heiðarskóla fékk 1. verðlaun fyrir umsjón og þjálfum nemenda í Heiðarskóla fyrir Skólahreysti. Þá fengu Steindór Gunnarsson og Ingibjörg M. Kjartansdóttir 3. verðlaun fyrir starf sitt við Björk sem er sérdeild fyrir börn með hegðunarröskun og geðrænan vanda.  Stefán Jónsson hlaut 2. verðlaun.

Í umsögn um Stefán segir að hann sé fyrirmyndar húsvörður sem láti sér fátt óviðkomandi. Sama hvar borið sé niður, alltaf sé hann boðinn og búinn að aðstoða og leggja sitt af mörkum til að ná þeim markmiðum sem stefnt sé að hverju sinni.

„Skólahúsnæðið ber þess merki að vel er hugsað um það bæði hvað varðar viðhald og þrif. Hann bregst fljótt við öllum beiðnum og er sérlega bóngóður og útsjónarsamur. Hann hefur verið virkjur þáttakandi í árshátíðum og þeim sýningum sem settar hafa verið upp í skólanum og er áhugasamur um alla þá þætti sem þarf að hugsa um eins og ljósabúnað og hljóðkerfi. Ekki má gleyma því hvernig listrænir hæfileikar hans nýtast okkur eins og fjölmargar teikningar hans vitna um. Hann var leiðbeinandi í listaviku og telur ekki eftir sér að aðstoða nemendur á því sviði ef til hans er leitað,“ segir m.a. í umsögn um Stefán. Þá er þess jafnframt getið að honum sé umhugað um nemendur og þeir eigi sannarlega hauk í horni þar sem hann er.

Við segjum meira frá Hvatningaverðlaununum í næstu Víkurfréttum en alls hlutu 30 aðilar tilnefningar að þessu sinni.
----
VFmynd/elg – Stefán Jónsson er vinsæll í starfi sínu sem húsvörður og þótti vel að verðlaununum kominn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024