Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:19

Hustler Humor og Casino í uppáhaldi hjá manni vikunnar

Pétur Guðmundsson fyrirliði bikarmeistara Grindavíkur sýndi góminn glaður og hress eftir sigurinn á KR-ingum sl. laugardag. Nafn: Pétur Rúðrik Guðmundsson Fædd/-ur hvar og hvenær: Keflavík, 17. júlí 1972 Stjörnumerki: Krabbi Atvinna: Trésmiður Laun: Góð Maki: Sandra D. Guðlaugsdóttir Börn: engin Bifreið: Yaris og gamall jálkur Besti bíll: Skoda Rapid Versti bíll: Colt Uppáhaldsmatur: Allt sem að kjafti kemur (nema þorramatur) Versti matur: Segir sig sjálft Besti drykkur: Ískalt Malt Skemmtilegast: Allt sem viðkemur íþróttum Leiðinlegast: Taka til, en það þarf ég að gera mjög sjaldan Gæludýr: Köttur (Gismo) hann er allveg eins og Gremlins Skemmtilegast í vinnunni: Að hlusta á Steina og Jónsa rífast um hver sé mesti loserinn á spilaborðinu. Leiðinlegast í vinnunni: Þegar það vantar Steina eða Jónsa á spilaborðið. Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Hreinskilni og heiðarleika En verst: Óheiðarleiki og smámunasemi Draumastaðurinn: Hvíta húsið, þar þarf maður ekki að taka til. Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Ég get ekki gert upp á milli brjóstanna og rassinns þannig að ég segi bara augun Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Tori Wells Spólan í tækinu: Bikarleikurinn á milli Grindavíkur og KR Bókin á náttborðinu: Engin Uppáhalds blað/tímarit: Hustler Humour Besti stjórnmálamaðurinn: Pass Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Star Trek (gömlu þættirnir) Íþróttafélag: U.M.F.G. Uppáhaldskemmtistaður: Casino Þægilegustu fötin: Íþróttagallarnir mínir Framtíðaráform: Njóta lífsins Spakmæli: Það er ekki hve stór þú ert heldur hve stórt þú spilar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024