Húsfyllir á unglingafyrirlestri FFGÍR
 Húsfyllir var á fyrirlestri FFGÍR sem eru samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi en þar flutti Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrirlestur undir yfirskriftinni: Er „unglingaveiki“ á þínu heimili?
Húsfyllir var á fyrirlestri FFGÍR sem eru samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi en þar flutti Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrirlestur undir yfirskriftinni: Er „unglingaveiki“ á þínu heimili? Þó viðfangsefnið væri í raun alvarlegt voru umræðurnar engu að síður oft á léttu nótunum þar sem rætt var um samskipti foreldra unglinga í þessu „ástandi“.
Meðal þess sem Gylfi Jón fjallaði um var m.a. togstreyta á heimilum vegna peninga, vina, tölvunotkunar, útivistar og annars auk þess sem hann fræddi foreldra um ýmsar rannsóknir sem komu á óvart. Lagði hann áherslu á að foreldrar setji börnum sínum reglur á meðan þau búi heima, skipti sér af og tali við aðra foreldra um viðmið s.s. vegna útivistartíma.
Fyrirlestrar sem þessir eru fastur liður í starfi FFGÍR en Gylfi Jón er þekktur fyrir SOS uppeldisnámskeið sín sem eru í boði fyrir alla foreldra barna á aldrinum 2- 12 ára í Reykjanesbæ.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				