Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsfyllir á McKinley Black á Bryggjunni
McKinley Black á Bryggjunni síðastliðið laugardagskvöld. VF-Myndir/JJK
Þriðjudagur 12. mars 2013 kl. 11:07

Húsfyllir á McKinley Black á Bryggjunni

Bandaríska söngkonan McKinley Black hélt frábæra tónleika síðastliðið laugardagskvöld á Bryggjunni í Grindavík. Setið var í hverju skúmaskoti á staðnum og var stemmningin mjög góð meðal tónleikagesta.

Tónleikarnir voru hluti af Menningarviku í Grindavík sem hófst á laugardag og stendur fram yfir næstu helgi. Black hreif tónleikagesti með frábærum flutningi og var henni ákaft fagnað í lok tónleika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá myndband frá einu lagi hennar á tónleikunum.


Húsfyllir var á tónleikunum hjá McKinley Black síðastliðið laugardagskvöld.


Annar eigandi Bryggjunar, Aðalgeir Jóhannesson, og McKinley Black.