Húsfyllir á kórkvöldi í Kirkjulundi
Húsfyllir var á kvöldstund með Kór Keflavíkurkirkju í gærkveldi og fengu kórfélagar til sín góða gesti frá Sönghóp Suðurnesja.
Kvöldstundirnar þóttust takast vel síðasta vetur og hafa kórfélagar því ákveðið að halda þeim áfram en þar stíga á stokk ýmsir tónlistarmenn úr kórnum í notalegri kaffihúsastemmningu í Kirkjulundi. Allur ágóði rennur í ferðasjóð kórsins sem hyggur utan í sumar.
Kórarnir sungu bæði í sitt hvoru lagi og saman og þá var á sínum stað samsöngur í sal þar sem allir tóku undir.