Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsfyllir á jólatónleikum Vox Felix
Föstudagur 18. desember 2015 kl. 07:00

Húsfyllir á jólatónleikum Vox Felix

-jólin sungin inn

Jólahátíðin er svo sannarlega sungin inn um þessar mundir og þar voru ungmenni í sönghópnum Vox Felix engin undantekning en þau héldu jólatónleika sína í gærkveldi í Keflavíkurkirkju og svo virðist sem Suðurnesjamenn fái ekki nóg af söng enda hefur vel verið mætt á jólatónleika kóra á svæðinu að undanförnu.

Sönghópurinn er ungur að árum en hann er samstarfsverkefni kirkna á Suðurnesjum og tók hann kraftmikil lög í nýjum útsetningum sem margar hverjar voru eftir stjórnandann og organistann Arnór B. Vilbergsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Félagar í kórnum stigu fram og sungu einsöngslög og þá lék Þorvarður Ólafsson á gítar.