Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsfyllir á bókakonfekti
Það mættu margir á bókakonfektið. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 1. desember 2015 kl. 06:00

Húsfyllir á bókakonfekti

Það var húsfyllir á bókakonfekti Bókasafns Reykjanesbæjar sl. fimmtudag en þá kynntu þrír rithöfundar sem tengjast Suðurnesjum bækur sínar.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, þekkt fræðimanneskja og kennari er að gefa út sína fyrstu skáldsögu sem ber heitir „Tapað-fundið“, Ásmundur Friðriksson, þingmaður skrifar um prakkastrik Eyjamanna í bókinni „Hrekkjalómafélagið, prakkarastrik og púðurkerlingar“ og þá heldur Jón Kalmann áfram með pennann og gefur nú út bókina „Eitthvað á stærð við alheiminn“ en hún er framhald verðlaunabókarinnar „Fiskarnir hafa enga fætur“ sem hann gaf út í fyrra.

Höfundarnir lásu upp úr bókunum og ræddu við gesti um þær. Árelía er fædd og uppalin í Keflavík og heldur góðri tengingu við heimabæinn þó hún búi og starfi á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Friðriksson kom til Keflavíkur fyrir all nokkrum árum síðan frá Eyjum en hann býr í Garðinum. Jón Kalmann bjó í rúman áratug í bítlabænum á unglingsárum og Keflavík kemur mikið við sögu í þessum tveimur bókum. Ekki voru allir sáttir við hvernig gamli bærinn hans kom út í bókinni í fyrra en Keflavík er þar kölluð svartasti staður landsins. Jón ræddi þessi mál á bókakonfektinu en einnig við Sjónvarp Víkurfrétta. Sjá má viðtalið í þætti vikunnar en Sjónvarp Víkurfrétta talaði einnig við hina höfundana og mun birta viðtöl Árelíu og Ásmund á næstunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Kallmann verðlaunarithöfundur las úr nýjustu bók sinni „Eitthvað á stærð við alheiminn“.

Keflavíkurmærin Árelía Eydís Guðmundsdóttir er að gefa út sína fyrstu bók.

Ásmundur Friðriksson er sögumaður góður en hann er að gefa út bókina um Hrekkjalómafélagið í Vestmannaeyjum. Hann var einn af peyjunum sem þótti ekki leiðinlegt að gera prakkarastrik.

Nemendur úr Tónlistarsklóla Reykjanesbæjar tóku nokkur lög áður en rithöfundarnir lásu úr bókum sínum.