Húsbílahverfi við Myllubakkaskóla
Gestir streyma nú til Reykjanesbæjar til þess að upplifa sjöunda Ljósanóttina. Nú þegar er töluverður mannfjöldi í miðbæ Reykjanesbæjar að gera sér glaðan dag. Utanbæjargestir koma margir hverjir á húsbílum, með tjaldvagna eða fellihýsi og er óhætt að segja að húsbílahverfi sé risið við Myllubakkaskóla.
Fyrir skemmstu var enn eitthvað um laus pláss við Myllubakkaskóla fyrir húsbíla en það á örugglega ekki eftir að vara lengi enda er Myllubakkaskóli miðsvæðis í Reykjanesbæ og stutt þaðan að fara í flest alla viðburði Ljósanætur.
Fyrir skemmstu var enn eitthvað um laus pláss við Myllubakkaskóla fyrir húsbíla en það á örugglega ekki eftir að vara lengi enda er Myllubakkaskóli miðsvæðis í Reykjanesbæ og stutt þaðan að fara í flest alla viðburði Ljósanætur.