Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsasmiðjan verðlaunaði jólahús og jólagötu
Fimmtudagur 31. desember 2020 kl. 07:18

Húsasmiðjan verðlaunaði jólahús og jólagötu

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, afhenti Andra Frey Stefánssyni, eiganda Freyjuvalla 3, og Hirti Zakaríassyni, íbúa við Freyjuvelli, gjafabréf frá Húsasmiðjunni en þeir voru í eldlínunni við jólaskreytingar á húsum við Freyjuvelli í Reykjanesbæ í desember. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Freyjuvellir var jólagatan í ár í Reykjanesbæ og húseignin við Freyjuvelli 3 var valið jólahús Reykjanesbæjar. Eigendur Freyjuvalla 3 hlutu að launum gjafabréf úr Húsasmiðjunni að upphæð 40.000 kr. og 70.000 kr. gjafabréf var fyrir best skreyttu götuna.

Það er Súlan verkefnastofa sem setti leikinn á laggirnar og var hann  fyrst og fremst hugsaður til skemmtunar og til þess að vekja athygli á því sem vel er gert hjá íbúum Reykjanesbæjar. Hægt er að sjá nánar um kosninguna á vefsíðu Betri Reykjanesbær þar sem kosningin fór fram og bjóða fjölskyldunni á rúntinn til að skoða fallega skreytt hús og götur bæjarins, segir í frétt frá Reykjanesbæ.

Fjöldi fólks var í Aðventugarðinum þegar viðurkenningar fyrir jólahús og jólagötu voru afhentar.

Freyjuvellir, jólagata Reykjanesbæjar 2020. Mynd/Ólafur Hannesson.