Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Húsasmíði hefur alltaf blundað í mér
Helenu Bergsveinsdóttir, húsasmíðanema, líður best þegar hún fær að vera hún sjálf.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 09:00

Húsasmíði hefur alltaf blundað í mér

„Við fjölskyldan fluttum heim frá Noregi eftir fimm ára dvöl þar og ákváðum að búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Við vildum frekar leigja ódýrara húsnæði sem við fengum á Ásbrú, þar sem okkur líkar mjög vel. Þegar við vorum flutt hingað suður fór ég að kynna mér þetta nám í FS og ákvað svo að skella mér.” Helena Bergsveinsdóttir stundar nú nám við húsasmíði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og segir það ótrúlega gaman. Fólkið í kringum hana hefur treyst henni fyrir alls kyns verkefnum og hún er spennt fyrir komandi tímum.

„Ég hafði unnið sem þjónn í Noregi, þurfti að vera fín og brosa en fannst það ekki passa mér því mér líður best í skítagalla og fá að vera ég sjálf. Ég er ekki bókaormur og hef alltaf verið fyrir að nota hendurnar mínar. Það hefur alltaf blundað í mér að læra að verða smiður en pabbi minn er húsasmíðameistari og ég var mjög oft með honum að smíða þegar ég var yngri,” segir Helena en hún ólst upp í Hafnarfirði. Hún klárar námið í vor en tekur sveinsprófið fyrir jól og útskrifast þá einnig með stúdentspróf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er svo komin á samning hjá Húsagerðinni samhliða námi og vinn þar þegar ég get í öllum fríum og verð þar í sumar. Það er frábær vinnustaður og mér er mjög vel tekið af strákunum. Ég er fyrsti kvenmaðurinn sem vinn þarna í þessu 45 ára gömlu fyrirtæki. Mér finnst geðveikt gaman að vera í þessu námi í FS. Ég er svo ánægð og hef lært svo margt. Fólkið í kringum mig tekur þessu mjög vel og hefur treyst mér fyrir allskonar verkum. Ég hef lagt parket í íbúðir og skipt um glugga og gler. Framundan er að skipta um glugga hjá tengdó. Já, ég vil hvetja stelpur í nám í húsasmíði. Núna erum við allt í einu orðnar þrjár í deildinni. Mér finnst það geðveikt.“