Hús Þroskahjálpar lagað
Í dag hófst átak í lagfæringu á húsum, lóð og leiktækjum Þroskahjálpar á Suðurvöllum. Þórdís Þormóðsdóttir, foreldraráðgjafi, sagði í samtali við Víkurfréttir að töluvert margir munu koma að þessu átaki en bera þarf á húsin og mála það sem þarf að mála ásamt því sem að keypt verða ný leiktæki og önnur löguð. Stefnt er að því, ef veður leyfir, að halda vinnudag hjá Þroskahjálp laugardaginn 15. en ekki er útlit fyrir að það takist vegna veðurspár. Varadagurinn er 22. en þá munu Lionsmenn líka mæta á staðinn og leggja Þroskahjálp lið með því að rífa gömlu og fúnu girðinguna og byggja nýja. Búist er við því að töluverður fjöldi foreldra, félaga og velunnara hjálpi til.
Myndin: Frá framkvæmdum. VF-ljósmynd/Atli Már Gylfason.