Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hurðaskellir var nokkuð klúr
Þriðjudagur 17. desember 2013 kl. 17:20

Hurðaskellir var nokkuð klúr

Hurðaskellir var mikill ólátabelgur og skellti hurðum svo að fólk hrökk upp úr fastasvefni.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjöundi var Hurðaskellir,

sá var nokkuð klúr,

ef fólkið vildi í rökkrinu

fá sér vænan dúr.

 

Hann var ekki sérlega

hnugginn yfir því,

þó harkalega marraði

hjörunum í.

 

Íslensku jólasveinarnir eru jólavættir af tröllakyni. Foreldrar þeirra eru Grýa og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt. Í fyrstu voru þeir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir.

Til að auðvelda íslenskum jólasveinum að muna í hvaða röð og hvaða daga þeir fara á milli húsa og gefa í skó, fengum við til liðs við okkur Huldu og Krumma hjá Raven Design til að nota myndir af jólasveinunum sem þau hafa hannað og selt.