Hundar heim úr sóttkví í dag
Í dag urðu miklir fagnaðarfundir Í Höfnum þegar eigendur komu til að sækja dýrin sín sem hafa verið í sóttkví í Einangrunarstöðinni síðan um miðjan maí. Thelma Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ bíður nú eftir næsta holli sem kemur til landsins. Hún tekur á móti dýrum allt árið um kring en aðeins á 30 daga fresti.
Allir hundar og kettir sem koma til landsins þurfa að fara í einangrun í 28 daga áður en þeir fara heim.
Myndir-VF/IngaSæm
Mynd efri:Thelma Dröfn Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Einangrunarstöðvarinnar í Reykjanesbæ með hund sem fer heim í dag.
Mynd neðri: Adam og Viðar leika sér við einn sem hefur lokið við sóttkví.