Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Hundakúkur og tyggjó í ruslið
  • Hundakúkur og tyggjó í ruslið
Mánudagur 16. júní 2014 kl. 10:34

Hundakúkur og tyggjó í ruslið

– Tjarnarselsbörn gerðu skilti

Í Tjarnarseli í Reykjanesbæ er börnum kenndar leiðir til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á ákvarðanatöku er varða þeirra eigið líf.  Markmiðið er að börnin upplifi að skoðanir þeirra skipti máli, séu samfélaginu mikilvægar og hafi hugrekki til að koma þeim á framfæri.

Í vettvangsferðum sínum um bæinn höfðu börnin oft orðið vitni að því að ekki hafi verið hirt upp eftir hundana og var mikið rætt hvernig hægt væri að ráða bót á þessu vandamáli.

Börnin fengu svo þá hugmynd að setja upp skilti þar sem fólk er beðið um að hirða upp eftir hundana sína og eins að henda tyggjói í ruslið. Þau þróuðu hugmyndina áfram og ákváðu að nauðsynlegt væri að hafa ruslatunnu á staurunum.

Til að glæða hugmyndina lífi bjuggu börnin til frumgerð að svona skilti og kynntu hugmyndina fyrir bæjarstjóranum þegar hann kom í heimsókn í leikskólann.

Hugmyndinni var vel tekið og farið var í að útbúa skiltið sem nú er orðið að raunveruleika, bæjarbúum til hvatningar og ekki síður hvatning til ungra bæjarbúa að segja sína skoðun.



Myndirnar voru teknar þegar hugmyndin var kynnt fyrir Árna Sigfússyni í lok maí og þegar skiltið var afhjúpað á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024