Hunda drag Sport: Skráning hafin
Í fyrsta sinn á Íslandi verður haldin hunda drag keppni (Bikejoring). Keppnin verður kynningarkeppni og er haldin í Sveitarfélaginu Garði 16.-17.ágúst. Páll Tryggvi Karlsson stendur fyrir keppninni og hvetur alla sem áhuga hafa á að hafa samband við sig.
Keppninni verður skipt í þrjá flokka, börn 8-12 ára, ungliðaflokk 13-16 ára og fullorðinsflokk 17 ára og eldri. Hver flokkur fer sér vegalengd þar sem hundur dregur mann á hjóli.
Keppnin gengur út á samvinnu manns og hunds. Þátttökugjald er 1500kr á teymi sem er maður, reiðhjól, hundur.
Keppendur keppa á eigin ábyrgð og það verður að vera búið að bólusetja hundana og koma með heilsufars bók því til staðfestingar.
Lóðatíkur mega ekki taka þátt af öryggisástæðum og eru keppendur beðnir að muna eftir hjálminum og skíta pokum.
Keppendur yngri en 18 ára þurfa undirskrift umráðarmanns.
Skráning í mótið:
Senda skal upplýsingar um nafn, heimilisfang, síma og í hvaða flokki (barnaflokkur 8-12 ára)( ungliðaflokkur 13-16 ára) (opinnflokkur 17ára og yfir).
[email protected] EÐA S. 6618087 og Páll Tryggvi sendir SKRÁNINGARBLÖÐ OG REGLUR Í PÓSTI
Mynd-VF/IngaSæm