Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hunangsfluga handtekinn í Keflavík
Mánudagur 5. maí 2003 kl. 15:06

Hunangsfluga handtekinn í Keflavík

Um fimmleitið á sunnudag óskaði stúlka í Keflavík eftir aðstoð lögreglu vegna geitungs sem kominn var inn í stofu hjá henni. Lögreglumenn voru sendir á staðinn og losuðu stúlkuna við hinn óboðna gest, en í ljós kom að gesturinn var vinaleg hunangsfluga. Þess ber að geta að ýmsir pöddusérfræðingar hafa spáð því að sumarið verði mikið „pöddusumar“ og því ljóst að álag á lögreglumenn hjá embættinu mun aukast til muna. Ekki eru fréttir af því hvort hin vinalega fluga hafi fengi tiltal frá lögreglunni og hún vinsamlega beðin um að halda sig frá viðkomandi heimili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024