Hulduorka á Ljósanótt
Sýningin Hulduorka eða Dark Energy verk eftir Gunnhildi Þórðardóttur verður opnuð fimmtudaginn 3. september kl. 19 að Hafnargötu 37 í sama húsi og Hótel Keilir. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og innsetning sem fjalla um kenningu Einteins um heimsfastann. Þetta er þriðja einkasýning Gunnhildar á Íslandi en áður hefur hún sýnt í Grafíksafni Íslands, Hafnarhúsinu og í Suðsuðvestur og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á Íslandi og erlendis. Gunnhildur er meðlimur í listadúóinu Lúka Art & Design ásamt systur sinni, Brynhildi og situr í stjórn og sýningarnefnd í Íslenskri Grafík auk þess að vera virkur meðlimur í SÍM. Verkin eru til sölu og er opið yfir alla ljósanæturhelgina.
---
Mynd - Listakonan sækir innblástur í kenningar Einsteins um heimsfastann.