Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Huldufólk mokaði innkeyrslu þingmanns
Páll Valur birti mynd af innkeyslunni á facabooksíðu sinni. Vel gert hjá Grindvíkingum.
Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 09:34

Huldufólk mokaði innkeyrslu þingmanns

Grunar góða granna

Svo virðist sem grindvíski þingmaðurinn Páll Valur Björnssson eigi einstaklega góða nágranna sem kunna að gera góðverk. Þingmaðurinn varð heldur betur hissa þegar hann kom heim til sín í gærkvöldi eftir að hafa brugðið sér aðeins frá. Þá var búið að moka snjóþunga innkeyrsluna við húsið hans, alveg óumbeðið.

Páll Valur var engu nær um það hver eða hverjir voru að verki. Hann hrósaði þó huldufólkinu sem mokaði innkeysluna sérstaklega á Facebook. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Eins og allir vita þá snjóaði hressilega í dag og líka hér í Grindavík. Við hjónin brugðum okkur af bæ í kvöld og þegar við komum heim leit heimkeyrslan svona út. Veit ekki hver eða hverjir gerðu þetta en hef einn eða tvo bræður hérna hinum megin við götuna grunaða. Það geta ekki allir verið gordjöss en það geta þeir Hallgrímur Hjálmarsson og Unnar Hjálmarsson. Alveg einstök eintök af manneskjum,“ sagði Páll á síðu sinni, þannig að ljóst er að einhverjir góðir liggja undir grun hjá þingmanni Bjartrar Framtíðar.