Hugleikur með Djókaín í Hljómahöll
Grínistinn Hugleikur Dagsson flytur stóra uppistandið sitt, Djókaín, í Hljómahöll þann 24. apríl næstkomandi en það mun vera fyrsti viðburðurinn í nýju glæsilegu húsakynnunum eftir opnun. Hugleikur hefur verið á ferðalagi um landið að undanförnu en mun loks koma til Reykjanesbæjar og skemmta.
Djókaín er meira en klukkutími af kynlífi, ofbeldi og Star Wars. Djókaín er bannað börnum sem eru yngri en 13 ára. Í tilkynningu segir að það kosti 2000 krónur inn, sem sé mjög lítið fyrir 75 mínutur af gríni. Nálgast má miða á sýninguna hér.
Tengd frétt: Hljómahöll opnar um helgina