Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Huginn Heiðar heim í dagsleyfi
Mánudagur 13. mars 2006 kl. 13:35

Huginn Heiðar heim í dagsleyfi

Huginn Heiðar Guðmundsson, ungi Keflvíkingurinn sem gekkst undir lifrarígræðslu fyrir tæpu ári, fékk að fara „í heimsókn“ heim til sín á laugardag. Hann hefur síðustu fimm mánuði dvalið á barnaspítala Hringsins þar sem hann hefur verið að ná sér eftir aðgerðina og hefur uppgangur hans að undanförnu verið stöðugur.

Huginn kom heim fyrir hádegi á laugardag og fór aftur á spítalann eftir kvöldmat. Hann hafði það fínt og leið vel í gamla rúminu sínu og er vonandi að þessi ungi afreksmaður fari að snúa aftur til síns heima sem fyrst.

Þess má geta að númerið á styrktarreikningi Hugins er: 1109-05-449090 Kennitalan er 181104-3090.

Hér má lesa fyrstu grein Víkurfrétta um Huginn og fjölskyldu hans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024