Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Huggy myndaði súpermódel í Bláa lóninu
Miðvikudagur 4. febrúar 2009 kl. 13:59

Huggy myndaði súpermódel í Bláa lóninu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er alltaf gaman að fá svona heimsókn. Huggy Ragnarsson, ljósmyndari fór fyrir hópnum og hún var mjög ánægð. Vlldi, reyndar eins og flestar fyrirsæturnar, vera lengur,“ sagði Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins en fimmtán fyrirsætur úr breska þættinum Britain’s Next Top Model voru myndaðar á svæðinu sl. mánudag.

Huggy sem er íslenskur ljósmyndari og fyrrverandi súpermódel sjálf sagði að hún hefði lengi haft það á stefnuskránni að koma með hóp í myndatöku í lónið. Hún sagði allt hafa gengið vel í frábæru umhverfi Bláa lónsins.
Huggy hefur ljósmyndað margar stórstjörnur, þar á meðal nokkur önnur supermodel eins og Claudia Schiffer, Lindu Evangelistu og Naomi Campbell. Hún sagði ekki alls fyrir löngu í viðtali við breska vefsíðu að hún myndi vilja mynda Nelson Mandela og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey. En svo hefur hún myndað eina helstu karlstjörnu nútímans, sjálf knattspyrnugoðið David Beckham. og gefur honum hæstu einkunn. „Hann er einn yndislegasti maður sem ég hef hitt. Þú getur fundið hvað hann er hjartagóður, mjög kurteis, prúður og faglegur í öllu sem hann gerir,“ sagði Huggy.

Magnea sagði að það hafi verið stíf dagskrá hjá hópnum. Myndatökur hafi byrjað snemma morguns og verið fram á kvöld.
Þátturinn verður sýndu í Bretlandi með vorinu.

Það var líf í tuskunum þegar fyrirsæturnar voru myndaðar í Bláa lóninu.