Hugarfar árangurs í hádeginu
-Matti Ósvald á hádegisfyrirlestri í Eldey
Markþjálfinn og heilsuráðgjafinn Matti Ósvald Stefánsson mun fjalla um lykilatriði hugarfars til árangurs á hádegisfyrirlestri í Eldey þriðjudaginn 18. október.
Matti mun ræða lykilatriði í hugarfari frumkvöðla og kynna einföld tól í markmiðasetningu og tímastjórnun.
Matti hefur 20+ ára reynsla í heilsuráðgjöf og lausnarmiðuðu hugarfari þegar kemur að lífsstíl og markmiðum einstaklinga og liðsheilda.
Matti vinnur með markþjálfun, auk fyrirlestra, fyrir Ljósið stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, einstaklinga í starfsendurhæfingu og skjólstæðinga hjá Virk ásamt stjórnendum í bæði fyrirtækjum og bæjarstjórnum.
Hádegisfyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 12:00 en skrá þarf þátttöku á heklan.is þar sem boðið verður upp á létt snarl í hádeginu.