Húðflúrari í Sandgerði
Sandgerðingurinn Karl H. Gíslason hefur opnað tattoo stofu við Eyrargötu 1, en hún opnaði formlega þriðjudaginn 20. september síðastliðinn.
Karl hefur haft mikinn áhuga á að teikna í gegnum árin og það var síðan um síðustu áramót sem hann prófaði að tattúvera vini sína með góðum árangri. Karl hafði fyrst um sinn aðsetur í bílskúrnum hjá sér sem hann var búinn að koma upp góðri aðstöðu. Viðskiptavinum fjölgaði hratt og það var ekki annað í stöðunni en að fara alla leið og koma sér upp almennilegri aðstöðu.
Opnunartími er eftir þörfum, en þegar Karl er í fríi frá vaktarvinnunni sinni í ISAVIA þá er opið frá klukkan 13°° - 20°° og stöku sinnum á kvöldin eftir dagvakt.
Eru ekki bara mótorhjólatöffarar sem fá sér tattoo, eða eru breyttir tímar?
"Nei nei alls ekki, ég er búinn að flúra 2 sem eru í mótorhjólasamfélaginu!! Annars er þetta allskonar fólk," sagði Karl hress í samtali við 245.is.
Mynd 245.is: Karl á stofunni í Sandgerði.