Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

HSS fær góðar gjafir
Fimmtudagur 8. desember 2005 kl. 15:09

HSS fær góðar gjafir

Á dögunum komu konur frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur og færðu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja góðar gjafir. Um er að ræða tvo oximetermæla sem eru lítil og handhæg tæki fyrir heilbrigðisstarfsfólk, sem getur borið þau um hálsinn eða í vasa. Þau eru notuð til að mæla súrefnismettun í blóðinu og mæla einnig púlsinn.  Þetta er einföld mæling þar sem tækinu er smellt á fingur sjúklingsins og niðurstaðan er ljós eftir nokkrar sekúndur.


Á myndinni eru Ingibjörg Kjartansdóttir, formaður, Lydia Egilsdóttir, gjaldkeri, Alda Sigmundsdóttir, Erlendsína M. Sigurjónsdóttir og Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri D deildar HSS.

Af www.hss.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024