HSS: Brunavarnir Suðurnesja koma færandi hendi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fékk góða gjöf á dögunum þegar Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja kom ásamt mönnum sínum og afhenti Drífu Sigfússdóttur, framkvæmdastjóra HSS, og Sigurjóni Kristinssyni yfirlækni Heilsugæslusviðs, hlífðarföt fyrir viðbragðsaðila HSS.
Um er að ræða stöðluð vetrarföt, gul og græn með góðu endurskini, merkt læknum og HSS, þannig að nú eru læknar betur búnir undir vetrarhörku og auðþekkjanlegir á slysavettvangi. Fatasettið samanstandur af vetrarjakka og vetrarbuxum í þrem stærðum, hver í sinni tösku. Auk þess höfðu BS-menn uppfært vegakort af Suðurnesjum og afhentu í leiðinni kortabækur sem gagnast mun þeim sem þurfa að rata um ört vaxandi byggð á svæðinu.
Gott og mikið samstarf BS er við HSS, sem hefur lyft Grettistaki í mörgum málum, má þar m.a. nefna nýtt neyðarskipulag stofnunarinnar, sem tekur mið af hópslysi og er í góðu samræmi við við flugslysaáætlun viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli.
Með þessari höfðinglegu gjöf er BS að sýna þakklæti til starfsfólks HSS og vilja til enn frekara samstarfs aðilanna á sviði sjúkra-og bráðaþónustu.
Mynd: BS-liðar ásamt fulltrúum HSS
Um er að ræða stöðluð vetrarföt, gul og græn með góðu endurskini, merkt læknum og HSS, þannig að nú eru læknar betur búnir undir vetrarhörku og auðþekkjanlegir á slysavettvangi. Fatasettið samanstandur af vetrarjakka og vetrarbuxum í þrem stærðum, hver í sinni tösku. Auk þess höfðu BS-menn uppfært vegakort af Suðurnesjum og afhentu í leiðinni kortabækur sem gagnast mun þeim sem þurfa að rata um ört vaxandi byggð á svæðinu.
Gott og mikið samstarf BS er við HSS, sem hefur lyft Grettistaki í mörgum málum, má þar m.a. nefna nýtt neyðarskipulag stofnunarinnar, sem tekur mið af hópslysi og er í góðu samræmi við við flugslysaáætlun viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli.
Með þessari höfðinglegu gjöf er BS að sýna þakklæti til starfsfólks HSS og vilja til enn frekara samstarfs aðilanna á sviði sjúkra-og bráðaþónustu.
Mynd: BS-liðar ásamt fulltrúum HSS