Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hrúturinn Vinur sló öll met
Mynd af heimasíðu Fjáreigendafélagsins: Hrúturinn Vinur sem er hæst dæmdi veturgamli hrútur sem vitað er um í Grindavík með allt 87.5 stig. Faðir Hriflon. Móðir Mjallhvít. Eigandi Hermann Ólafsson. Ræktandi Stefán Kristjánsson.
Föstudagur 26. október 2012 kl. 13:28

Hrúturinn Vinur sló öll met

Fjáreigendafélag Grindavíkur stóð fyrir hrúta- og gimbrasýningu á dögunum. Merkismenn voru fengnir í dómnefnd en þar sló hrúturinn Vinur öll met en hann er hæst dæmdi veturgamli hrútur í Grindavík sem vitað er um.

Úrslit hrútadóma 2012 urðu eftirfarandi:

Hæst dæmdi veturgamli hrútur:
Hrúturinn Vinur með 87.5 stig.
Faðir Hriflon og móðir Mjallhvít. Eigandi Hermann Ólafsson. Ræktandi Stefán Kristjánsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hæst dæmdi lambhrútur:
Það voru tveir lambhrútar að þessu sinni sem dæmdust báðir með 85.5 stig.
Eigandi Hermann Ólafsson Stað. Ræktandi Hermann Ólafsson Stað.

Hæst dæmda lambgimbur:
Gimbrin Fjarprúð frá Buðlungu hlaut hæstu einkunn í flokki gimbra.
Ómvöðvi 35-Fita 3-Lögun 5-Frampartur 9-Læri 17.5-Ull 7.5.
Faðir Gosi og móðir Prúð Kveiksdóttir. 
Eigandi Stefán Kristjánsson Buðlungu. Ræktandi Stefán Kristjánsson Buðlungu.