Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hrútar, kóngar og sög - á kvöldstund með kórnum
Þriðjudagur 17. febrúar 2015 kl. 09:06

Hrútar, kóngar og sög - á kvöldstund með kórnum

Kvöldstund með kórnum verður haldin með þorraívafi í Kirkjulundi í kvöld, þriðjudaginn 17. febrúar og hefst hún kl. 20:00. Að þessu sinni ætla karlarnir í kórnum að láta ljós sitt skína og heyrst hefur að sjálfur organistinn ætli að taka lagið.

Þeir sem m.a. koma fram eru Hrútarnir sem eru karlarnir í kórnum, rakarakvartettinn Kóngar, Elmar og Arnór organisti og ljóðaupplestur tenórs.

Heyrst hefur að leikið verði á sög - í nokkrum útgáfum og einhverjir hraustir karlmenn ætla að draga fram nikkuna.

Nú og svo verður kynnirinn Kristján Jóhannsson á sínum stað og hann er nokkur skemmtilegur, og spilar á einhver hljóðfæri líka - en frekar óhefðbundin.

Boðið verður upp á þorramat og heitt kaffi. Allir velkomnir en tekið er á móti frjálsum framlögum í orgelsjóð kirkjunnar.

Kvöldunum lýkur ávallt á hressilegum samsöng sem er vel við hæfi á síðasta degi þorra, og gott að syngja í sig yl í garranum þessi misserin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024