Hrista af sér jólasteikina í Sporthúsinu
Fjöldi fólks var mættur í Sporthúsið á Ásbrú við opnun líkamsræktarstöðvarinnar á annan dag jóla. „Við ætlum að hlaupa af okkur jólamatinn,“ sögðu hressar dömur á hlaupabrettinu.
Það var tekið á því á öllum vígstöðvum í Sporthúsinu. Jón Guðlaugsson, slökkvistjóri var einn þeirra og hann sagðist vera einn af jöxlunum. Fréttamenn Víkurfrétta ræddu við hann og fleiri sem voru mættir í ræktina á 2. degi jóla.