Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hringferðinni lýkur á morgun
Föstudagur 20. ágúst 2010 kl. 08:53

Hringferðinni lýkur á morgun


Haraldur Hreggviðsson og nafni hans Helgason, eða Hallarnir, hjóluðu í gær frá Varmahlíð að Reykjum í Hrútafirði, alls tæpa 122 km í nokkuð sterkum vindi. Áfanginn tók rúmar 6 klukkustundir. Í dag verður svo hjólað í Borgarnes þar sem Lionsfélagar taka á móti þeim en eins og flestum er kunnugt safna þeir nafnar áheitum í nafni Lionsklúbbs Njarðvíkur til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Hallarnir ljúka þessari 11 daga hringferð á morgun, einum degi á undan áætlun. Áætlað er að þeir verði komnir í bæinn um kl. 15 þar sem fulltrúar frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) og Lionsklúbbi Njarðvíkur taka á móti þeim m.a. með því að hjóla með þeim síðasta spölinn. Hópurinn mun síðan koma að skrifstofu SKB í Hlíðasmára 14 upp úr kl. 15.00 og verður boðið upp á léttar kaffiveitingar við komuna.

Facebooksíða „Hjólað til heilla” er hér

Símanúmer söfnunarinnar er 901-5010
þá dragast 1000,- af símareikningnum

Styrktarreikningur:
1109-05-412828
kt. 440269-6489


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024