Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hringferð á sovéskum traktor
Eiríkur við sovéska traktorinn sem hann ætlar að fara hringinn á. VF-mynd: Jón Hilmarsson
Jón Hilmarsson
Jón Hilmarsson skrifar
laugardaginn 10. júlí 2021 kl. 11:21

Hringferð á sovéskum traktor

Eiríkur Sigurðsson lagði upp í langferð í morgun þegar hann hélt af stað frá Sandgerði á gömlum, sovéskum, uppgerðum traktor í hringferð um Ísland.

Eiríkur er kominn á eftirlaun, hefur nægan tíma núna og er að gera þetta fyrir sjálfan sig. „Ég hef ekki hugmynd hvað ferðin kemur til með að taka langan tíma, fjallahótelið er í eftirdragi – ég tek alkann á þetta og tek einn dag í einu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég keypti vélina fyrir fjórum árum og hef verið að gera hana upp, hugmyndin kom fljótlega eftir kaupin og því er undirbúningurinn búinn að vera töluverður,“ sagði Eiríkur að lokum, rétt áður en hann hoppaði upp í traktorinn sinn og hélt af stað í ævintýraferðina.

Jón Hilmarsson, fréttamaður Víkurfrétta, ræddi við Eirík í upphafi ferðarinnar og tók meðfylgjandi myndband sem sjá má í spilaranum hér að neðan.