Hreysti og búningar á Meta-bolic Leikum
Hinir árlegu Metabolic Leikar og vorfagnaður voru haldnir hátíðlega um helgina. Þrátt fyrir að leikarnir byggi á að ná besta tímanum í þrautabrautinni er aðaáherslan lögð á að allir taki þátt óháð getu. Mikil stemning var á leikunum og vegnaði liðum og pörum Reykjanesbæjar mjög vel. Sigurborg Magnúsdóttir og Gunnar Ellert Geirsson fóru með sigur af hólmi í parakeppninni og Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir og Jón Benediktsson voru í öðru sæti. Í liðakeppninni fór lið frá Kópavogi með sigur af hólmi en liðið MetaPunk frá Reykjanesbæ varð í öðru sæti.
Í búningakeppninni sigruðu HSS skutlurnar frá Reykjanesbæ.