Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hreyfivika framundan í Grindavík
Miðvikudagur 10. september 2014 kl. 13:41

Hreyfivika framundan í Grindavík

Kynningarmorgunverðarfundur í Salthúsinu.

Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 29. sept. - 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem við viljum fá allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfara, fyrirtæki og alla áhugasama um holla hreyfingu til þess að taka þátt á einn eða annan hátt. Það geta verið fyrirlestrar, opnir tímar, skipulagðir hreyfitímar eða hvaða viðburðir sem er sem tengjast hreyfingu og hollustu að einhverju leyti. Boðað er til morgunverðarkynningarfundar á Salthúsinu á morgun fimmtudag (11. sept.) kl. 8 um morguninn.

Dagskrá:

    •    Hollur morgunverður í boði Hreyfivikunnar.
    •    Kynning á Hreyfivikunni.
    •    Hugmyndavinna og skipulag.
    •    Stofnun stýrihóps.

Áætlað er að fundurinn taki 1 klst. Þátttakendur vinsamlegast skrái sig á kynninguna á Salthúsinu með því að senda tölvupóst á þetta netfang.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmið Hreyfivikunnar „MOVE WEEK“ er að kynna kosti þess að taka virkan þátt í íþróttum og hreyfingu. Mikill fjöldi samtaka um allan heim, fyrirtæki og einstaklingar leggja sitt að mörkum við að skipuleggja viðburði, kynna það starf sem þegar er til staðar og smita frá sér jákvætt hugarfar tengt hreyfingu í Hreyfivikunni.

Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna má sjá hér.