Hreyfing er mikilvæg, ef þú hættir að gera það, hættirðu að geta það
Landsmót UMFÍ 50+ hefst í dag og er óhætt að segja að Vogabúar séu að farast úr spenningi. Keppt er í þremur greinum í dag og kvöld og rekur hver keppnin aðra þar til mótinu verður slitið klukkan tvö á sunnudag. Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum valinkunnum Suðurnesjamönnum í aðdraganda mótsins.
Grindvíkingurinn og júdógarpurinn Gunnar Jóhannesson er formaður ÍS.
„Ég er ætla að taka þátt í 10 km hlaupinu. Landsmótið opnar vonandi augu fólks fyrir mikilvægi hreyfingar, ef þú hættir að gera það þá hættir þú að geta það.
Það er aldrei að vita nema ég skelli mér á einhverja heimatónleika,“ sagði Gunnar.