Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hreyfing er mikilvæg, ef þú hættir að gera það, hættirðu að geta það
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 6. júní 2024 kl. 16:00

Hreyfing er mikilvæg, ef þú hættir að gera það, hættirðu að geta það

Landsmót UMFÍ 50+ hefst í dag og er óhætt að segja að Vogabúar séu að farast úr spenningi. Keppt er í þremur greinum í dag og kvöld og rekur hver keppnin aðra þar til mótinu verður slitið klukkan tvö á sunnudag. Víkurfréttir tóku púlsinn á nokkrum valinkunnum Suðurnesjamönnum í aðdraganda mótsins.

Grindvíkingurinn og júdógarpurinn Gunnar Jóhannesson er formaður ÍS.

„Ég er ætla að taka þátt í 10 km hlaupinu. Landsmótið opnar vonandi augu fólks fyrir mikilvægi hreyfingar, ef þú hættir að gera það þá hættir þú að geta það. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er aldrei að vita nema ég skelli mér á einhverja heimatónleika,“ sagði Gunnar.