Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hressir strákar selja SÁÁ álfa
Föstudagur 16. maí 2003 kl. 14:52

Hressir strákar selja SÁÁ álfa

Það voru hressir guttar sem komu á skrifstofur Víkurfrétta í dag til að selja SÁÁ álfinn, en um helgina stendur árleg álfasala SÁÁ og er þetta í 13. skipti sem álfurinn er seldur. Þeir Hreiðar Ingi, Davíð Freyr, Jón Þór og Jón Aðalsteinn voru ánægðir með söluárangurinn hjá sér, en þeir voru búnir að selja 8 álfa þegar þeir komu við á Víkurfréttum. Strákarnir sögðu að fólk tæki þeim vel og að flestir myndu kaupa. Þeir sögðust ætla að vera að selja alla helgina.Hver álfur kostar 1000 krónur og rennur allur ágóði til uppbyggingarstarfs SÁÁ.


VF-ljósmynd: Hreiðar Ingi 11 ára, Davíð Freyr, Jón Þór og Jón Aðalsteinn allir 9 ára voru ánægðir með árangurinn af álfasölunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024