Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hressir nemendur í Mörtugöngu
Laugardagur 30. apríl 2011 kl. 10:01

Hressir nemendur í Mörtugöngu

Í minningu Mörtu Guðmundsdóttur kennara er árlega farið í göngu með nemendur Grunnskólans í Grindavík á fæðingardegi hennar, 29. apríl. Marta kenndi við Grunnskólann fram að því hún lést í nóvember 2007. Hún var mikill göngugarpur og gekk meðal annars yfir Grænlandsjökul sumarið 2007.Nemendur fóru í ýmsar áttir, í Bótina, að Þorbirni, að Gálgaklettum, að tjaldstæði og öðrum stöðum í Grindavík. 7. bekkur fór austur að bænum Hrauni í Grindavík. Ferðin var tengd atburði úr sögu sjóbjörgunar í Grindavík og björgunarsveitinni Þorbirni. Í fjörunni við Hraun var fluglínutæki beitt í fyrsta skipti á Íslandi við björgun áhafnarinnar af togaranum Lois í janúar 1947. Nemendur sýndu þessu mikinn áhuga fyrir efninu og sameinaðist þarna góður málstaður og fræðsluferð. Grindavik.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Af vef Grindavíkurbæjar, grindavik.is