Hressir krakkar með flóamarkað
Þessir hressu krakkar úr Innri Njarðvík eru með flóamarkað í dag. Þau voru í allan gærdag með markaðinn og ætla að halda áfram til klukkan fimm eða sex í dag.
Flóamarkaðinn halda þau í bílskúrnum við Erlutjörn 6 í Innri Njarðvík. Þau sögðu að allir væru velkomnir að kíkja til þeirra og gera góð fatakaup.
Myndir-VF/IngaSæm