Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hressir drengir við flekasmíði á Fitjum
Þeir Emil og Viktor voru önnum kafnir við smíðina þegar ljósmyndara bar að
Föstudagur 17. júlí 2015 kl. 07:00

Hressir drengir við flekasmíði á Fitjum

Þessir hressu ungu drengir urðu á vegi ljósmyndara Víkurfrétta í gær á Fitjum í grennd við Víkingaheima. Þeir félagarnir nutu góða veðursins og sögðu ljósmyndara að þeir ætluðu sér að smíða fleka. Lítil tjörn er á svæðinu og voru þér félagarnir Emil og Viktor með stór plön um siglingar á þessari tjörn þegar flekasmíðinni væri lokið.
Ljósmyndari Víkurfrétta brýndi fyrir þeim að gæta sín og lofuðu þeir því. Þeir héldu svo ótrauðir áfram vinnu sinni eftir þessu stuttu truflun ljósmyndarans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024