Hressir drengir við flekasmíði á Fitjum
Þessir hressu ungu drengir urðu á vegi ljósmyndara Víkurfrétta í gær á Fitjum í grennd við Víkingaheima. Þeir félagarnir nutu góða veðursins og sögðu ljósmyndara að þeir ætluðu sér að smíða fleka. Lítil tjörn er á svæðinu og voru þér félagarnir Emil og Viktor með stór plön um siglingar á þessari tjörn þegar flekasmíðinni væri lokið.
Ljósmyndari Víkurfrétta brýndi fyrir þeim að gæta sín og lofuðu þeir því. Þeir héldu svo ótrauðir áfram vinnu sinni eftir þessu stuttu truflun ljósmyndarans.