Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hrekkjavökukaffihús í Njarðvíkurskóla
Föstudagur 29. október 2021 kl. 17:58

Hrekkjavökukaffihús í Njarðvíkurskóla

Nemendur Njarðvíkurskóla settu upp hrekkjavökukaffihús í skólanum sínum í dag. Öllum nemendum var boðið að koma á sal og njóta veitinga í hrollvekjandi aðstæðum. Þemað var innblásið af lestrarupplifuninni Skólaslit og einnig því að hrekkjavaka er á sunnudaginn. Útsendarar Víkurfrétta voru á staðnum. Með fréttinni er myndskeið með viðtali en ljósmyndir munu birtast í Víkurfréttum í næstu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024