Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hrekkjavaka undirbúin í Innri Njarðvík
Ungur íbúi kominn í gallann sinn.
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 09:31

Hrekkjavaka undirbúin í Innri Njarðvík

Miðum dreift í hús til að auglýsa viðburðinn.

Nokkrir íbúar Innri Njarðvíkur hafa undanfarin ár staðið fyrir „grikk og gott“ á hrekkjavöku sem verður 31. október næstkomandi. Í byrjun var þetta smátt í sniðum en í fyrra stækkaði svæðið og íbúum fjölgaði sem tóku þátt. Í ár hafa íbúarnir heyrt af miklum áhuga á fjölgun þátttakenda.

Miðum verður dreift í hús í Innri Njarðvík og viðburðurinn auglýstur. „Margar hendur vinna létt verk eins og máltækið segir,“ segir einn íbúanna sem hóf samskiptaþráð á Facebook síðu hverfisins. „Við munum ljósrita miðana og koma til þeirra sem hafa áhuga á að taka þátt. Á miðunum kemur fram að þátttaka er valfrjáls og þeir sem ekki hafa áhuga eru beðnir um að hafa slökkt í anddyrinu hjá sér milli 18:00 og 20:00 þetta kvöld dag. Ég veit að margir krakkar bíða eftir þessum degi spenntir enda kannski ekki mikið annað um að vera á þessum árstíma.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024