Hrekkjavaka í Innri-Njarðvík
Miðvikudaginn 31. október ætla börnin í Innri-Njarðvík að labba í hús og biðja um „grikk eða gott“. Þetta er nú í fjórða sinn sem hrekkjavakan er haldin í Innri Njarðvík og nú er ætlunin að hafa skemmtunina í allri Innri Njarðvík.
Í boði er fyrir börnin að labba í húsin frá klukkan 18.00 - 20.00. Þeir sem vilja ekki taka þátt eru beðnir um að hafa annað hvort slökkt í forstofunni eða setja miða á hurðina, segir í tilkynningu frá foreldrum, með von um að sem flestir taki þátt í ár og hafi gaman af þessu.