Fimmtudagur 23. júní 2011 kl. 10:27
Hreiðraði um sig á leiði
Þessi æðakolla var útsjónarsöm þegar hún valdi sér hreiðursstað á leiði í kirkjugarðinum á Stað við Grindavík þar sem hún lét fara vel um sig. Þar fær hún væntanlega að liggja á í friði og ró, segir á vef Grindavíkurbæjar. Myndina tók Haraldur H. Hjálmarsson.