Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hrafnhildur Anna keppir á heimsmeistarakeppni í konditori
Mynd: Grindavik.is.
Fimmtudagur 5. apríl 2018 kl. 11:00

Hrafnhildur Anna keppir á heimsmeistarakeppni í konditori

Grindvíkingurinn og bakarinn Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurðardóttir, keppir fyrir Íslands hönd á konditori-heims­meist­ara­keppn­inni sem fer fram í München í Þýskalandi í sept­em­ber. Grindavik.is greinir frá þessu. Hrafnhildur er dóttir Sigurðs Enokssonar, bakara í Grindavík og útskrifaðist hún sem bakari frá Menntaskólanum í Kópavogi og síðar konditor frá ZBC Ringsted á Sjálandi í Dan­mörku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir keppanda í þessa keppni og er hún á vegum UIBC sem er samband bakara og konditora um allan heim.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024