Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hræddur við skordýr og bilað myrkfælinn
Föstudagur 3. október 2014 kl. 21:00

Hræddur við skordýr og bilað myrkfælinn

FS-ingur vikunnar

Brynjar Þór Guðnason er FS-ingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 19 ára Njarðvíkingur í húð og hár og stundar nám á náttúrufræðibraut. Brynjar segir félagslífið í skólanum vera það gott á þessari önn að hann væri til að upplifa hana sem busi. Ef Brynjar fengi einhverju ráðið myndi hann bjóða upp á kók í dós í mötuneytinu og setja Beercup á laggirnar aftur.


Helsti kostur FS?
Góður skóli og ennþá betri nemendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjúskaparstaða?
Er frátekinn.

Hvað hræðistu mest?
Held að það sé ekkert erfitt að finna harðari gaur en mig. Er skít hræddur við skordýr og ég er bilað myrkfælinn.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Maciek Baginski fyrir körfubolta hæfileika sína og Ási Skagfjörð fyrir að vera bara hann.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Klárlega Þorgils Gauti.

Hvað sástu síðast í bíó?
Skammarlegt að segja frá því að ég hef ekki farið í bíó síðan held ég í apríl og man ekki einu sinni hvað mynd það var.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Gosdrykki( kók í dós) og svo mætti það alveg vera ódýrara.

Hver er þinn helsti galli?
Get verið alveg svakalega utan við mig og gleyminn. Einnig að  ég læt alla hluti á bið í stað þess að framkvæma þá strax.

Hvað er heitasta parið í skólanum?
Maciek og Kolbrún eru sæt saman.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Myndi leyfa Beercup aftur. Einnig myndi ég láta upp sms-kerfi svo þú fengir sms ef kennari hjá þér yrði veikur.

Áttu þér viðurnefni?
Já Binni, Brilli og svo eiga félagarnir viðurnefni á mig sem mig líkar ekkert alltof mikið við. Þökk sé Aroni Hlyni.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
„jæja virði það“ eða „virðing“ er límt á heilann minn. Þessir frasar eru náttúrulega komnir frá Ása Skagfjörð.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Það gott að ég vildi óska þess að ég væri að upplifa þessa önn sem busi.

Áhugamál?
Flest allar íþróttir.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Ekkert ákveðið. En ætla að koma mér burt af þessu landi sem fyrst.

Ertu að vinna með skóla?
Nei, ekki sem er.

Hver er best klædd/ur í FS?
Aron Ingi Alberts. og Róbert Freyr.

Eftirlætis:
Kennari: Simon
Fag: Stærðfræði
Sjónvarpsþættir: One tree hill og Simpsons
Kvikmynd: The Hobbit, Forrest Gump og Dumb and Dumber
Hljómsveit/tónlistarmaður: Kid Cudi og Drake
Leikari: Jim Carrey
Vefsíður: Twitter, Fótbolti.net og menn.is
Flík: Rauði Blazerinn minn, frakkinn frá Topshop og Arsenal treyjan
Skyndibiti: Subway og Villaborgari
Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Finnst Justin Bieber góður tónlistamaður.