Hraðameistari í handflökun frá Keflavík
Piotr Klimazewski, frá K&G ehf. í Keflavík, varð hraðameistari í handflökun á sjötta Opna Íslandsmótinu í handflökun, sem haldið var á Miðbakka Reykjavíkurhafnar sl. laugardag. Átján handflakarar tóku þátt í mótinu. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, setti mótið og ræsti fyrsta keppendahópinn en það voru Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar í Sjávarútvegsráðuneytinu og Fiskvinnsluskólinn sem stóðu að mótinu í samvinnu við Reykjavíkurhöfn. Úrval-Útsýn veitti vegleg ferðaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin að samanlögðum stigum.