Hótel Skógar og Crossfit
Jakob Hafsteinn Hermannsson, annar eigandi Humarsölunnar.
Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?
Páskahelgin mín mun byrja á einum af mínum uppáhaldsstöðum í Ljónagryfjunni á skírdag þar sem ég ætla að horfa á mína menn í Njarðvík tryggja sér sæti í undanúrslitum Domino’s deildarinar. Á föstudaginn er mín heitt elskaða búin að bjóða mér á Hótel Skóga þar sem við ætlum að njóta dagsins í góðu yfirlæti. Restin af helginni er óráðin en það er alveg bókað að maður detti inná eina til tvær æfingar hjá Crossfit Suðurnes og dusti jafnvel 20 ára ryk af skíðunum ef veður leyfir og sýni fólki hvernig á að haga sér í brekkunum.
Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?
Páskanir hafa verið með töluvert léttara yfirbragði heldur en jólahátíðin hjá mér þannig að maður hefur ekki beint myndað sér miklar hefðir aðrar en páskaeggjaleit á páskadag og of mikið át eins og um flestar aðrar hátíðar.
Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?
Hamborgarahryggur er skylda, helst engin undantekning frá því
Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?
Hef ekki verið duglegur að kaupa mér sjálfur páskaegg en stelst til að narta í eggin hjá börnunum. Ef ég kaupi egg þetta árið þá er 100% að það verði lakkrís í því.