Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Horn á höfði frumsýnt í Grindavík 11. september
Þriðjudagur 4. ágúst 2009 kl. 10:26

Horn á höfði frumsýnt í Grindavík 11. september

GRAL – Grindvíska Atvinnuleikhúsið hefur hafið æfingar  á glænýju íslensku barnaleikriti eftir Berg Þór Ingólfsson og Guðmund Brynjólfsson. Horn á höfði verður frumsýnt í húsnæði GRAL í Hafnargötunni 11. September nk.

Verkið  fjallar um tvo vini, Björn og Jórunni. Björn litli vaknar einn morguninn með horn á höfðinu. Hann fær Jórunni vinkonu sína til að hjálpa sér að komast að ástæðunni, því hann langar ekki að líta út eins og geit. Í leit sinni að sannleikanum renna þau inn í atburðarrás á mörkum ævintýris og veruleika.  

Verkið er sagt frábært barna- og fjölskylduleikrit með tónlist eftir Villa Naglbít.

Leikarar og listrænir stjórnendur:

Leikarar:
Víðir Guðmundsson,
Sólveig Guðmundsdóttir  
Sveinn Ólafur Gunnarsson.

Leikstjórn:
Bergur Þór Ingólfsson.
Handrit:
Bergur Þór Ingólfsson
Guðmundur Brynjólfsson.
Leikmynd- og búningar:
Eva Vala Guðjónsdóttir.
Lýsing:
Magnús Arnar Sigurðsson.
Tónlist:
Vilhelm Anton Jónsson.
Teikningar:
Högni  Sigþórsson
Sviðshreyfingar:
Bergur Þór Ingólfsson og leikhópurinn.

Horn á höfði er spennandi og fyndin barna- og fjölskyldusýning með GRAL-leikhópnum sem tilnefndur var í fyrra, á fyrsta starfsári sínu, til Grímuverðlauna fyrir leikrit sitt 21 manns saknað.

Horn á höfði er sett upp í samstarfi við Grindavíkurbæ, með stuðningi frá Menningarsjóði Suðurnesja, Menntamálaráðuneytinu og Listamannalaunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024