Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hörkuduglegir krakkar í vinnuskóla Reykjanesbæjar
Kátir krakkar í vinnuskólanum
Mánudagur 20. júlí 2015 kl. 09:43

Hörkuduglegir krakkar í vinnuskóla Reykjanesbæjar

-Fyrir og eftir myndir sýna dugnað krakkana vel

Ungmenni í vinnuskóla Reykjanesbæjar hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum við að laga og fegra bæinn. Eins og fram kemur á Facebooksíðu Reykjanesbæjar hefur stundum verið gantast með það að ungmennafélagsandinn sé í hávegum hafður í vinnuskólanum og þar ríki slagorðið, „Það er ekki málið að vinna, heldur vera með.“ Á þessum myndum sem hópstjórar krakkanna hafa verið að birta á Facebooksíðu vinnuskóla Reykjanesbæjar sést heldur betur að sú er ekki raunin. Flokkstjórarnir hafa verið duglegir að taka „fyrir og eftir“ myndir til að sýna breytingar sem verða eftir að krakkarnir hafa farið höndum um beð og annað í bænum. Bærinn hefur tekið stakkaskiptum í höndum krakkana. Við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn Sumarblóm þótti hafa staðið sig allra hópa best í vinnuskólanum og fékk því pizzuveislu frá Langbest að launum