Horfi alltaf á Jesus Christ Superstar
Rúnar Ingi Erlingsson, flugumferðarstjóri og körfuboltamaður.
Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?
Nei ég hugsa að það verði bara góð páskahelgi hérna í Njarðvíkunum. Það er alltaf nóg að gera og gott að geta opnað páskaeggið heima í stofu.
Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?
Svona fyrir utan almennt súkkulaðiát þá horfi ég alltaf á Jesus Christ Superstar bíómyndina. Keypti mér hana fyrir mörgum árum og finnst fátt betra á páskunum en að setja hana í gang og hækka í botn.
Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?
Það er afar mismunandi , ekki jafn niðurneglt og jólin. Síðustu ár höfum við verið í kalkún eða hamborgarahrygg , en núna er stefnan held ég grillaðar nautalundir ala Elli Hannesar.
Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?
Keypti eitt Drauma páskaegg handa syni mínum en hugsa að ég splæsi í Nizza lakkrís páskaegg svo maður sé líka með Nóa Síríus með sér. Súkkulaði og lakkrís er náttúrulega „deadly combo.“